Samtökin

Samtök listamannarekinna myndlistarrýma eru samtök sýningarstaða og annarra frumkvæða sem halda úti framsækinni sýningardagskrá fyrir almenning á Íslandi og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Markmiðið er að styðja við þessa sýningarstaði, gæta hagsmuna þeirra,
vera umræðuvettvangur, efla vitund um listamannarekin rými og efla samstarf þeirra. Um félagasamtök er að ræða
sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Hafa samband

listamannarekin(hjá)gmail.com

Listamannarekin rými
(
félagatal)

Félagsaðild

Á þitt rými heima í samtökunum? Starfandi listamannarekin rými, frumkvæði og sýningarstaðir á sviði samtímamyndlistar sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og halda úti sýningardagskrá geta sótt um aðild að samtökunum. Stjórn samtakanna tekur aðildarumsóknir fyrir á stjórnarfundum, og nýir aðilar eru teknir inn á ársfundi. Hægt er að sækja um aðild með því að hafa samband við samtökin á tölvupósti, listamannarekin(hjá)gmail.com

Nytsamlegt

  • Nýlistasafnið heldur utan um heimildir um listamannarekin frumkvæði á sviði myndlistar.

    Safnið tekur á móti efni í heimildarsafnið árið um kring, en til þess að færa safninu efni er best að hafa samband við collection(hjá)nylo.is

  • Hér er yfirlit yfir styrki og sjóði sem listamannarekin rými geta sótt í. Viltu bæta styrk við listann? Endilega hafðu samband.

  • Hér verður hægt að hlaða niður sýnisdæmum af samningum, til að mynda samning við sýnendur.

Stjórn

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, formaður
(Kling & Bang)

Sunna Ástþórsdóttir, gjaldkeri
(Nýlistasafnið)

Unnar Örn,
(Safnasafnið)

Birgir Sigurðsson, varamaður
(002 Gallerí)

Jo Pawlowska, varamaður
(Hamraborg festival)